Speki gærdagsins - umferðarreglur
Hvert sem þú ferð þá skaltu muna eftir að líta til hægri og vinstri áður en þú ferð yfir götu. Þú skalt þó athuga að þegar þú ferð til Bretlands og Ástralíu þá áttu að líta fyrst til vinstri og svo til hægri.
Önnur speki dagsins - eilítið um aulaskap
Það er hámark aulaskapsins að drukkna næstum í eigin slefi.
Speki dagsins - Hinn gullni meðalvegur
Það er best að fara meðalveginn. Stundum þarf samt að fá aðeins meira en minna en samt ekki mikið og stundum er nauðsynlegt að fá minna en meira en samt alls ekki lítið.