<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://draft.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d18310621\x26blogName\x3dI+am+the+it+girl\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://longlovelust.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://longlovelust.blogspot.com/\x26vt\x3d6952030969409828038', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

I am the it girl

 

Blogg dagsins - 24 tímar í helvíti

Þeir sem eru að hugsa um að fara í Íþróttalýðháskólan eru vinsamlegast beðnir um að hætta að lesa núna...

Já, þannig er að á hverri önn er farið í óvænta ferð hérna í skólanum. Og gömlum nemendum tekst greinilega vel að halda þessu leyndu vegna þess að þetta kom mér gjörsamlega á óvart!!! Á miðvikudaginn vorum við semsagt öll boðuð á fund klukkan 2. Þar var okkur tilkynnt að allri kennslu væri aflýst út vikuna. Við værum að fara í ferðalag og allir ættu að vera tilbúnir klukkan 3! Við fengum ekkert að vita nema að við ættum að taka með okkur hlý föt, regnföt, svefnpoka og dýnu. Og að okkur væri skipt í lið.

Jæja, allavega þá lögðum við svo af stað þegar allir voru tilbúnir. Enginn mátti hafa með sér nein verðmæti, ekki úr og engan mat. Við löbbuðum á íþróttaleikvang sem er ekkert svo langt héðan og biðum þar til klukkan 16.30. Þá kom rúta sem sótti okkur og við keyrðum áleiðis til sletten (staðarins sem við vorum á í viku fyrr í haust). Á leiðinni stoppaði rútan og henti okkur út (þ.e. einu liði í einu) og við fengum 2 kort og okkur var sagt að við ættum að koma okkur á staðinn sem var merktur á kortið. Þegar við spurðum hvar við værum þá var bara sagt "sorrý, þið þurfið að finna það út sjálf". Svo keyrði rútan í burtu. Við komumst að því eftir smá stund að við vorum fyrir utan kortið og fórum heim að einhverjum bæ og spurðum hvernig við gætum komist að punktinum. Við fengum góðar leiðbeiningar og röltum svo af stað. Og við löbbuðum og löbbuðum og löbbuðum. Í myrkri og HELLIDEMBU!! Þetta voru um 16km sem við löbbuðum og við enduðum semsagt á sletten.

Klukkan var eitthvað um 10 þegar við komum þangað og þá höfðum við ekki borðað síðan í hádeginu! Það beið okkur ekki heitur matur heldur máttum við bíða útá túni í rigningunni og myrkrinu! Við biðum í einhvern klukkutíma og þá var hópleiðtoginn kallaður á fund. Hún átti semsagt að velja hvort hún vildi deila eða fá allan matinn sem var í boði. Það voru 3 mismunandi pakkar af mat stór, miðlungs og lítill og svo var misjafnt eftir því hvað maður valdi hvað maður fékk (keppni milli liði). Við semsagt enduðum með að fá litla pakkan sem samanstóð af 4 rúgbrauðsneiðum, dós af lifrarkæfu og dós af makríl!

Svo byrjaði skemmtunin!! Við vorum semsagt í ratleik næstum alla nóttina (og notabene, það var ennþá rigning!). Þurftum að leysa allskonar þrautir sem voru hver annarri verri, þurfti t.d. að klifra uppí tré með bundið fyrir augun! Svo áttum við að skríða í gegnum rör sem var fullt af vatni í (neitðum því) og allskonar annað! Og á milli þess sem við vorum að gera eitthvað þá þurftum við að bíða!!! (og það var kalt!!)

Jæja svo komum við að pósti númer 10 og þar áttum við að fara að sofa!! Það skemmtilega var að við höfðum gleymt dúknum okkar þar sem við fengum matinn þannig að við gátum ekki búið til bjúak!! (Frábært!) þannig að við máttum 6 sofa á 3 dýnum undir berum himni! (sem betur fer var rigningin nánast hætt) Ég get nú ekki sagt að ég hafi sofið mikið í þessa 4 tíma eða hvað sem það var sem við lágum þarna af því að ég var að frjósa!

Jæja, nýr dagur! Hann byrjaði á því að við þurftum að velja 3 úr liðinu til að hlaupa að einhverjum bíl og til baka á innan við 2 mínútum og þá áttum við að fá morgunmat. Það sem við fengum samanstóð af 1 rúgbrauðsneið með lifrarkæfu, lúkufylli af snakki og 1 bita af súkkulaði (semsagt handa öllum hópnum, ekki á mann!)

Oooog svo lögðum við af stað, þurftum að gera margt fleira, leysa allskonar þrautir, t.d. á einum stað þurftum við öll að fara í gegnum rör sem var undir veginn og það rann í gegnum það vatn. Ég fór og varð rennandi blaut og til að bæta gráu ofan á svart þá neituðu hnéin mín að standa upp þegar ég var komin í gegn og ég datt og blotnaði ennþá meira og fékk risa risa kúlu á sköflunginn! Síðan áttum við að synda útí vatn til að sjá hvar næsti póstur var, við neituðum því þannig að við máttum labba hringinn í kringum vatnið (6.5 km) svo þegar við vorum næstum komin hringinn þá var næsti póstur og þar áttu 4 að labba útí vatninu einhverja 20 metra. Við neituðum því líka og máttum fara annan hring í kringum vatnið!! Við fengum aðeins meira að borða um morguninn, 2 rúgbrauðsneiðar á mann, eina gulrót og ca 10 rúsínur! Svo fengum við einu sinni eitt hlaup á mann og á einum stað 3 LÍTIL kex handa hópnum (semsagt hálft á mann). Þegar við vorum búin að labba þessa 2 hirngi og fara í gegnum rörið og varla búin að éta neitt var ég farin að staulast á milli pósta!

Við komum svo að einum pósti þar sem við áttum að hlaupa upp stóra brekku og lemja flösku við eitthvað tré og í staðin fyrir það áttum við að fá einn ávöxt á mann. Ég hélt að ég myndi aldrei geta þetta með tilliti til lappaástands, en hungrið var meira en sársaukinn og ég komst auðveldlega upp brekkuna, var meira að segja ekki síðust!! Og þetta var BESTI bananai sem ég hef smakkað!!!

Síðan kom aftur svona eins og með matinn. Við áttum að velja hvort við vildum að allir færu heim eða helmingur. Ef bæði liðin sögðu allir þá gat einn farið úr hvoru liði, ef bæði sögðu helmingur þá gat helmingur farið en ef annað sagði allir og hitt helmingur þá fengu allir að fara hjá þeim sem sögðu allir en enginn úr hinu. Við sögðum allir og hitt liðið líka þannig að einn mátti fara heim. Við hinsvegar sögðustm öll ætla að fara heim. Við værum hætt þessu og ætluðum ekki lengra. Þegar gaurinn var búinn gefa okkur smá stund til að hugsa þetta meira og við vorum ennþá staðföst á ákvörðuninni sagði hann "ekkert mál, fín ákvörðun, þið getið farið heim". Þannig að við röltum bara þangað sem við byrjuðum og fórum heim með rútunni.

Já, þetta var nú aldeilis skemmtileg ferð!! ALLT sem við vorum með í töskunum var blautt, allir svefnpokar blautir og allir í skólanum staulast um!! Og þetta var víst versta veður sem þau hafa fengið í mörg mörg ár! En þetta var nú svosem ekki alslæmt og ég held að það séu flestir stoltir af sér að hafa getað þetta!!

Annað er ekki að frétta, jú það snjóaði í síðustu viku, vaknaði einn morguninn og það var allt hvítt!! Svo erum við að fara til La Santa eftir viku!! vúhúhú!!!

En jámm, yfir og út í bili!

Höf Hrafnhildur
Dags föstudagur, nóvember 10, 2006
Klukkan 14:05
Skoðanir:
 
 
 
free html hit counters
Dicks Sporting Goods Store
web statistic