Blogg dagsins - síðan síðast
Já smá updeit!
Þetta hefur gerst síðan ég bloggaði síðast:
*kötturinn er nú orðinn 4.6kg, hann er ekki nema 8 mánaða.
*Ég er búin að fara tvisvar í klippingu hjá Þóru. Í fyrra skiptið fékk ég strípur og skakkan topp og er nún með beinan síðan topp og dökkt hár, mjög flott!
*Ég flutti til Þóru í Sóleyjarimann
*Ég skrifaði undir leigusamning og flyt á Holtsgötu í byrjun jan.
*Ég "fótbraut" mig - þ.e. fékk undarlegan verk í löppna og komst að því 3 mánuðum seinna að þetta væri álagsbrot = hárfín sprunga í beini sem kemur út frá tá nr 2. Ég finn ennþá til núna 4 mánuðum seinna!
*Fékk lánaðan Guitar Hero hjá systkinum mínum og var að byrja í erfiðu lögunum þegar ég ákvað að skila honum aftur :p
*Er að hugsa um að fá mér annan kött, svona sem félagsskap fyrir skugga. Langar helst í sphynx kött en tími nú ekki alveg að borga 200þús kall :p
*Er núna í prófum og hef ekki grænan grun hvort ég næ eða ekki! og ég veit ekkert hvað ég ætla að gera ef ég næ ekki!
Hmm man ekki eftir fleiru í bili
Vá það var mikið að þú bloggaðir! Ég var hreinlega búin að gefa upp vonina um að fá fleiri fréttir af þér... en skil þig vel að langa í annan kisa, mig langar ofsa mikið í kisu!
Hmmm þú ætlar semsagt að vera svona crazy catlady:o)
Annars til lukku með nýju íbúðina!
Kv. Hrönn