Blogg dagsins
Jú góðan dag
Hér er skýjað og gola, í gær var skýjað og logn.. bara svona ef einhver hefði áhuga...
Ég á eftir að vinna 1 dag í vinnunni.. á morgun þarf ég að koma með köku í vinnuna en ég hef bara ekki hugmynd um hvernig köku ég á að baka! kannski hringi ég í Rögnu og fæ skúffukökuuppskrift og geri svoleiðis :)
Flyt í bæinn á föstudag/laugardag, fer eftir því hvernig ég fer suður.. Er reyndar með svo hrikalega mikið drasl að ég er ekki viss um að ég nái að fara með það allt í einni ferð!
Ég hefði ekki átt að selja bílinn! var búin að stóla á að komast frítt í strætó en neinei þeir sem koma frá landsbyggðinni fá ekki frítt í strætó! spurning hvort ég geti dílað við Húnaþing Vestra um að borga fyrir mig strætókort hmmm
Hef ákveðið að vera rosalega menningarleg og taka þátt í árbók íslenskra áhugaljósmyndara. Þetta gengur sumsé út á að allt að 120 íslenskir áhugaljósmyndarar taka sig til og búa til eitt stk bók sem er svo til sölu og ágóðinn rennur til einhvers góðs málefnis. Hver ljósmyndari fær eina opnu og getur annaðhvort sett inn 1 stóra mynd eða 2 minni. Ég reyndar veit ekkert hvaða myndir ég á að setja! allar hugmyndir vel þegnar :)
Það er ennþá skýjað og smá gola.
Ú já ég skal sko endilega hjálpa þér að velja! Mæli með bleika blóminu
Skúffukakan sem amma þín bakar er besta skúffukaka í heimi... og ég á sko uppskriftina af henni..
líst vel á þetta með bókina!!
Spurðu Gunna ráða - hann er alltaf að segja að þú takir alveg hrikalega FLOTTAR myndir og eigir að koma þér á framfæri. kv Ása
Til hamingju með afmælið lillan mín :)
kv mútt