<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d18310621\x26blogName\x3dI+am+the+it+girl\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://longlovelust.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://longlovelust.blogspot.com/\x26vt\x3d6952030969409828038', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

I am the it girl

 

Draumur gærdagsins

Í gær þá dreymdi mig undarlegan draum. Hann byrjaði þannig að ég kom inní gamalt autt hús og fór á efri hæðina upp mjög mjög mjóan stiga. Húsið var allt viðarklætt að innan og málað í ljósum möttum litum, aðallega gráum og brúnum. Þegar ég er komin uppá efri hæðina sé ég að það er smá gangur/stigapallur og þrjú herbergi, eitt við enda gangsins til vinstri og tvö ská á móti stiganum. Ég fer inní herbergið sem er vinstra megin við stigann og það herbergi er í gráum lit, með viðarklæddum veggjum og viðargólfi. Herbergið er mjög lítið en inní því er samt eitt gamalt píanó sem er brúnt og svo nýr flygill sem er svartur og glansandi. Mér fannst frekar undarlegt að þessi hljóðfæri væru þarna á annarri hæð hússins þar sem stiginn var svo mjór og sennilega hefði verið mjög erfitt að koma þeim upp.

Við flygilinn situr maður sem er að stilla hann og hjá flyglinum stendur mamma. Á þessum tímapunkti komst ég að því að það var nýbúið að selja þetta hús og sú sem átti það var einhver ung kona sem ég þekkti en ég kem því samt alls ekki fyrir mig núna hver þetta var. Þessi unga kona var semsagt komin þarna í herbergið og stillingamaðurinn búinn að stilla flygilinn og farinn. Mér fannst þetta nú vera hálf undarlegt að stilla flygilinn áður en hann var fluttur og spurði því ungu konuna út í þetta. Hún sagði að hún ætlaði ekki að flytja píanóið og flygilinn með sér af því að hún væri að flytja til útlanda. Mér fannst synd og skömm að skilja þetta eftir og fór því að velta því fyrir mér hvort ég ætti að bjóða henni að kaupa annað hvort. Mér leist betur á píanóið sem ég skoðaði fyrst. Það leit ekkert sérstaklega vel út en þó allt í lagi. Síðan prufaði ég að spila á það og heyrði þá að það var rammfalskt og við nánari skoðun kom í ljós að einhverjar nótur virkuðu ekki og það hefði þurft að gera annsi mikið fyrir það til að laga það. Síðan snéri ég mér að flyglinum sem mér fannst samt eiginlega full flottur fyrir mig og spurði hvort unga konan vildi selja mér hann. Hún sagði að ég mætti alveg bjóða í hann og ég spurði hvað hún vildi fá fyrir hann. Þá sagði hún mér að það væri par búið að bjóða í hann 28.950kr (hér um bil) og þau ætluðu að skoða hann daginn eftir. Ég bauð henni þá 30.000kr fyrir hann. Eitthvað var ég svo að ræða þetta við mömmu þegar ég vaknaði.

Hefur einhver draumráðningu á svona draum??

 

for this post

 
Anonymous Nafnlaus Says:

í sambandi við húsið: ókunn hús er eru tákn um óafgreidd mál. Ef að menn fara inn í ókunnugt hús í draumi bendir það til þess að hann muni hefjast handa við framkvæmdir innan skamms.
Stigar eru happatákn , ef menn eru að klifra upp stiga ná þeir settum markmiðum með þolinmæði.
Píanó: Ef menn leika á píanó í draumi þá veit það á gott. Þú gætir uppgvötað verðmæti á óvæntum stað.
Svo finn ég ekkert um flygil...... er sko með fraumaráðiningabók fyrir framan mig :op

 

Hvað segir þú?

 
 
free html hit counters
Dicks Sporting Goods Store
web statistic