Rugl dagsins
Jæja, fátt að frétta hjá mér, er að vinna á laugardegi, svaka stuð.. var lofað laugardegi með nammiáti og nethangsi og ætla því ekki að gera neitt annað nema ég nauðsynlega þurfi þess :p Annars þá á ég bara eftir að vinna eina viku hér í spönginni áður en ég fer norður, klikkaði reyndar aðeins á þessu, daginn eftir að ég ákvað að byrja fyrir norðan 15.maí kom auglýsing um sumarhátið spron 19.maí, var að hugsa um að fresta för norður um viku :p
Ég er loksins komin með einhverja smá hugmynd um hvað ég ætla að gera næsta haust, stefnan er tekin á lýðháskóla í Danaveldi, ætla að elta Ingveldi litlu frænku í Idræthojskolen í Århus. Dönskusnillingar geta kannski lesið út úr þessu að þetta er íþróttaskóli (já íþróttaskóli!) og ef ég fer þá ætla ég að vera í tennis og útivist og svo læra golf og fara á skíði! Á haustönninni er farið í viku ferð til kanarý á íþróttahótel og svo er 2 vikna skíðaferð til frakklands/ítalíu eða austurríkis. Voða spennó allt saman.
Ég tók smá flipp á fimmtudaginn og fékk mér gat í eyrað. Er búið að langa í annað par af götum síðan ég var lítil en var alltaf með eitthvað ofnæmi en það virðist vera horfið þannig að ég ákvað bara að skella mér á þetta, en ég þarf nottlega alltaf að breyta um skoðun á síðustu stundu og tók þá skyndiákvörðun að fá mér frekar eitt gat uppi í hægra eyrað. Ég var reyndar alveg eitt kvöld að ákveða mig hvort mér þætti þetta flott en ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri nú bara þónokkuð kúl :p Af því að ég á síma sem er með svo MIKLUM ljósmyndagæðum tók ég nú bara mynd af eyranu á mér til að fólk geti dæmt um það hvort því finnist þetta kúl ;p
Svo að lokum þá er hérna mynd frá mútter, þetta var semsagt eina myndin sem hún náði af ungfrú Berghildi.
Þetta er rosa kúl, ætli ég api ekki bara eftir þér :-)
Mér finnst þetta flott, hvernig var gatið gert?
Mér finnst þetta geggjað, mér langar líka í, kannski ég og múttan þín skellum okkur saman að apa eftir þér. mér finnst það sniðugt. og mikið er hún litla frænka sæt... hefur nú ekki langt að sækja það, því hún á nú haug svo myndarlegum frænkum:o)
hehe já þið fáið kannski magnafslátt ef þið farið saman ;p Mæli með rhodium í kringlunni.. þið eruð reyndar á svo asnalegum stað, einhversstaðar lengst norður í rassgati :p hehehe
og já Sigrún, þetta er bara gert með svona venjulegra "eyrnalokkaskotvél"