Blogg dagsins - blessaðar lífmælingarnar
Úff mér er það lífsins ómögulegt að fylgjast með í lífmælingum. Skil ekki svona stærðfræðikjaftæði sem þarf endalaust að vera að flækja með einhverjum táknum og undarlegum "aðferðum" og í þokkabót nota svo undarlegt forrit til að reikna! Afhverju ekki bara að hafa þetta eins einfalt og það getur verið og nota excel?!?! skil þetta ekki.
Annars þá fjárfesti ég í gær, ekki í pizzaofni reyndar heldur krufningarsetti! jájá krufningrsetti! Ég reyndar fæ ekkert að kryfja strax! Hélt að það yrði á næstu önn en það verður sennilega ekki fyrr en á þarnæstu... En ég get samt alveg notað tengurnar í grasafræði sko ;p Af því að ég er netsjúk þá fór ég að sjálfsögðu á heimasíðu fyrirtækisins sem framleiðir þessar græjur (btw, bandarískt/pakistanskt fyrirtæki) og sá þar að þetta fína krufningarsett er það dýrasta hjá þeim og er ætlað fyrsta árs læknanemum :p Þetta er voða fínt, í svona "pennaveski"! og að sjálfsögðu er mynd af því á síðunni hjá drinstruments.com þannig að ég ætla að pósta henni hérna ;)