Rugl dagsins
Jæja, mér fannst alveg tilefni til að blogga núna. Þannig er mál með vexti að ég byrjaði á námskeiði í dag. Nei, þetta er hvorki sauma- né prjónanámskeið og þetta er ekkert tölvutengt! Þetta er líkamsræktarnámskeið! (já, ég er komin í líkamsrækt!) Og þetta er sko ekkert aumingjalegt heldur skráði ég mig í bootcamp! Fyrir þá sem ekki vita hvað bootcamp er þá er hér stutt lýsing tekin af heimasíðu þeirra www.bootcamp.is:
Boot Camp er 6 vikna námskeið sem mun koma þér í besta form lífs þíns. Boot Camp vísar til grunnþjálfunar hermanna sem er ein strangasta og besta líkamsþjálfun sem völ er á. Á námskeiðinu reynir þú á þolmörk líkamans og ferð að ystu mörkum þess sem þú taldir þig mögulega geta... og umfram það.
Já góðan daginn! og ekki nóg með að þetta sé herþjálfun heldur er ég líka í tímum frá 7.30-8.30 þrisvar í viku! Ég fór semsagt í fyrsta tíman í morgun og ég fór ekki einu sinni, heldur tvisvar framá klósett vegna þess að ég hélt að kvöldmaturinn síðan í gær væri á leiðinni upp! (svona mikilli þjálfun er stelpan í!) En ég lifði þetta nú af, þrátt fyrir að hafa t.d. þúrft að berja boxpúða 500 sinnum! Ég hef fulla trú á þessu og geri ráð fyrir að vera komin í hörkuform eftir 4 vikur (já, ég ætla að vera allar 4 vikurnar, ég er búin að borga fyrir þær!). En svona lesendum til fróðleiks þá ætla ég að setja hérna inn 2 myndir sem sýna hvernig ég verð að þessum 4 viknum liðnum! Enjoy!