<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/18310621?origin\x3dhttp://longlovelust.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

I am the it girl

 

Blogg dagsins - gönguferð helgarinnar

Jæja gott fólk. Ég er farin að hallast að því að enginn lesi mitt ástkæra blogg vegna þess að það commentar aldrei neinn!! hmm haa hmm hmm ha?? :p (Þið örfáu sem commentið fáið punkta hjá mér samt ;)

Eeen allavega þá fór ég um síðustu helgi á Akureyri að heimsækja mútter. Ég fór í búðir og hitti Þorbjörgu og fékk mér pizzu og svona, semsagt bara rólegt og þægilegt. Á laugardaginn ákváðum við mútt svo að skella okkur í fjallgöngu. Gengum á Staðartunguháls sem skilur að Hörgárdal og Öxnadal. Vorum í 3 og hálfan tíma á röltinu í misgóðu veðri, það var bæði sól og svo rok og rigning. Mjög gaman. Við vorum nottlega báðar með myndavélar og hér er smá sýnishorn af myndum.


Mútter á leiðinni á toppinn


Ég í smá pásu


Mútter að taka mynd af...


mér að taka mynd af henni


Og svo ein af mér þar sem ég er svaka mikil gella

 

8 Comments for this post

 
Anonymous Nafnlaus Says:

Takk fyrir helgina, ekki gleyma sundferðinni okkar. Og skemmtuninni við að lita hárið á mömmu þinni, góð helgi. Sjáumst sem fyrst aftur, ég kem vestur eftir rúma viku. Hittumst þá, bæjó

 
 
Anonymous Nafnlaus Says:

Hey ég var að kommenta í gær á hitt bloggið en eitthvað hefur það misfarist, eigum við að labba um helgina upp á fjall?

 
 
Anonymous Nafnlaus Says:

Hvað er þetta, ég les alltaf bloggið þitt!!

 
 
Blogger Hrafnhildur Says:

hehehe já hárlitunin var mjög skemmtileg ;p og Sigrún, ég var að spá í rauðkoll á föstudag, ef það verður sæmilegt veður, hvernig lýst þér á það?

 
 
Anonymous Nafnlaus Says:

Ohhh, gella! :D

 
 
Anonymous Nafnlaus Says:

Ég er í rusli..... hér er búið að upplýsa á veraldarvefnum mitt stærsta leyndarmál. Ég er með litað hár :(
En helgin var góð og ég er til í Rauðkoll á föstudag-laugardag eftir viku ef þið eruð ready, fór á Snæfell í gær svona í æfingaskyni :-)

 
 
Anonymous Nafnlaus Says:

Fyrirgefðu Óla mín, ætlaði ekki að opinbera neitt leindarmál hérna, en það skiptir ekki máli þó fólk viti að við lituðum á þér hárið, þú ert svo ungleg að öllu öðru leiti ... :) ég t.d. held alltaf að þú sért ekki deginum eldri en 35. (er ég ekki að bjarga mér fyrir horn með þessu :)!!!!)

 
 
Anonymous Nafnlaus Says:

duglegar... dáist að ykkur mæðgum... ég fer alveg að komst í þennan gír.. var að kaupa mér gönguskó..

 

Hvað segir þú?

 
 
free html hit counters
Dicks Sporting Goods Store
web statistic