Blogg dagsins - gönguferð helgarinnar
Jæja gott fólk. Ég er farin að hallast að því að enginn lesi mitt ástkæra blogg vegna þess að það commentar aldrei neinn!! hmm haa hmm hmm ha?? :p (Þið örfáu sem commentið fáið punkta hjá mér samt ;)
Eeen allavega þá fór ég um síðustu helgi á Akureyri að heimsækja mútter. Ég fór í búðir og hitti Þorbjörgu og fékk mér pizzu og svona, semsagt bara rólegt og þægilegt. Á laugardaginn ákváðum við mútt svo að skella okkur í fjallgöngu. Gengum á Staðartunguháls sem skilur að Hörgárdal og Öxnadal. Vorum í 3 og hálfan tíma á röltinu í misgóðu veðri, það var bæði sól og svo rok og rigning. Mjög gaman. Við vorum nottlega báðar með myndavélar og hér er smá sýnishorn af myndum.
Mútter á leiðinni á toppinn
Ég í smá pásu
Mútter að taka mynd af...
mér að taka mynd af henni
Og svo ein af mér þar sem ég er svaka mikil gella
Takk fyrir helgina, ekki gleyma sundferðinni okkar. Og skemmtuninni við að lita hárið á mömmu þinni, góð helgi. Sjáumst sem fyrst aftur, ég kem vestur eftir rúma viku. Hittumst þá, bæjó
Hey ég var að kommenta í gær á hitt bloggið en eitthvað hefur það misfarist, eigum við að labba um helgina upp á fjall?
Hvað er þetta, ég les alltaf bloggið þitt!!
hehehe já hárlitunin var mjög skemmtileg ;p og Sigrún, ég var að spá í rauðkoll á föstudag, ef það verður sæmilegt veður, hvernig lýst þér á það?
Ohhh, gella! :D
Ég er í rusli..... hér er búið að upplýsa á veraldarvefnum mitt stærsta leyndarmál. Ég er með litað hár :(
En helgin var góð og ég er til í Rauðkoll á föstudag-laugardag eftir viku ef þið eruð ready, fór á Snæfell í gær svona í æfingaskyni :-)
Fyrirgefðu Óla mín, ætlaði ekki að opinbera neitt leindarmál hérna, en það skiptir ekki máli þó fólk viti að við lituðum á þér hárið, þú ert svo ungleg að öllu öðru leiti ... :) ég t.d. held alltaf að þú sért ekki deginum eldri en 35. (er ég ekki að bjarga mér fyrir horn með þessu :)!!!!)
duglegar... dáist að ykkur mæðgum... ég fer alveg að komst í þennan gír.. var að kaupa mér gönguskó..