Blogg kvöldsins - Boing Boing
Jú góða kvöldið.
kl er 00:33 og ég er að reyna að hafa mig í það að skella mér á ball á kaffi síróp. Ég ákvað að prufa nýja tækni, leggja mig milli 9 og 10 og svo er planið að mæta á ball milli 1 og 2, þá verð ég kannski ekki fyrsta manneskjan til að fara heim eins og vanalega! Það er þvílíkur stíll yfir mér, ég sit heima, ekki komin í djammgallan og er að drekka blöndu, sem ég hélt að yrði verulega vond en reynist svo bara vera ágæt, Bacardi razz + vodki + poweraid orange á klaka.
Annars þá er það helst í fréttum að í dag þá tók ég mig til og hjólaði í Brún, það eru 20 km þangað og af þessum 20 km var ég með vindinn í fangið 14 km. Og við erum ekki að tala um einhverja 2-3 m/s heldur rok! Plús að leiðin í brún er ca 80% brekka uppímót! Dásamlegt! Ákvað að fyrst ég var búin að láta mig hafa þetta helv rok og allar brekkurnar að ég þyrfti að hjóla til baka með vindinn í bakið og niður brekkurnar! Það tók líka talsvert styttri tíma og var mun auvðeldara, fyrir utan þessa 6 km sem ég var með vindinn í fangið, þá lá við að ég færi afturábak en ekki áfram. Semsagt 40km hjólatúr í dag.
Á þriðjudögum og fimmtudögum spilar úrvalslið kvenna hér á svæðinu fótbolta. Það hefur verið ágætis mæting, alltaf um 8-10 stúlkur. Gríðarlegt stuð. Erum að sjálfsögðu næstum "pro" og ætlum að kaupa okkur liðs-búninga. Það var mikið rætt um hvað liðið ætti að heita og var slagur á milli þess hvort við ættum að heita "Gay bastards" eða "VSOP", ég held að VSOP hafi haft yfirhöndina, ég samþykkti það a.m.k. með því skilriði að það yrði skrifað "Bite Me" á rassinn á buxunum :p
Fleiri fréttir? Jú ég er búin að taka þá ákvörðun að vinna í Sparisjóðnum á Hvammstanga í ár í viðbót, þ.e. til haustsins 2008. Þá er nú stefnan að fara í skóla, verð vonandi búin að ákveða hvað ég vil verða þegar ég verð stór þá! Það eru eflaust einhverjir í Reykjavík og víðar svekktir yfir því að ég ætli að hanga hér áfram í þessum útnára en þeim vonandi til mikillar gleði þá er ég að hugsa um að flytja heim til ömmu og afa og fjárfesta í bíl til að ég komist nú öðru hvoru af svæðinu. :)
Hmm, ætli það síðasta sé ekki að það eru "bara" 179 dagar þar til við förum til Dóminíska lýðveldisins! :D
ú! ég gleymdi samt næstum því mikilvægasta! Fjárfesti í myndavél um daginn, Nikon D70, voða voða fín! Er enn að læra á hana en hérna kemur smá sýnishorn (notaði btw ca 25 ára gamla linsu sem mútter á):