Blogg dagsins - skólar
Já, góðan daginn! Eða góða kvöldið!
Hmm nú hef ég ekki skrifað blogg síðan í ágúst, en samt dettur mér EKKERT í hug til að skrifa um! Jú kannski einna helst að einungis eru 7 vikur, eða 49 dagar þar til við förum í Dóminíska! Jey, loksins er allt í lagi að fara að láta sig hlakka til ;)
Annað sem er helst í fréttum er að ég er að reyna að ákveða hvað í andsk ég á að gera næsta haust.. Er nú komin á þá skoðun að fara að læra grafíska hönnun/margmiðlunarhönnun eða visual communication (sem ég hélt fyrst að væri bara grafísk hönnun en kom síðar í ljós að er ýmislegt fleira... - samt voða svipað og grafísk hönnun...)
Og þá er það nú vandamálið hvar! Bandaríkin eru efst á listanum en ég á því miður engar 5-6 millur til að borga fyrir námið þar! Ég hef mikið verið að pæla í Ástralíu, þar eru spennandi skólar og auðvitað mikið ævintýri að fara þangað.. en þar kosta samt skólarnir 3-4 millur (viðráðanlegra þar sem ég fengi tæpar 3 í skólagjaldalán hjá LÍN). Svo er það þriðji kosturinn.. Danmörk.. Það er auðvitað voða fínt að vera í Danmörku.. mig langar að vísu helst að vera í Århus en það er ekki boðið uppá nám af þessu tagi þar :( (nema diploma nám..) Þannig að núna er ég að pæla í skóla í Kolding eða Kaupmannahöfn. Stærsti kosturinn við dk er að skólagjöldin eru 5-6 milljónum króna lægri en í USA og 3-4milljónum króna lægri en í Ástralíu = 0kr, sem telst stór kostur. En úff þetta er alltof erfitt val og ég er búin að fara margar hringi í kringum sjálfa mig!
Já fleira í fréttu, það er kominn vetur, hafði áhyggjru af því í morgun þegar ég leit út um gluggan að ég kæmist ekki í vinnuna! Hríðargarg! Yfir 22m/s og éljagangur ojojoj! En það hafðist nú samt og núna er komið ágætis veður.
Jæja, ein mynd að lokum, sjálfsmynd síðan í september :)..