Blogg dagsins - helstu fréttir
Jú góðan daginn
Það er nákvæmlega tvennt að frétta.
nr. 1: Ég er ekki á leiðinni til Danmerkur í skóla... Það voru víst 22 betri en ég þannig að mér var útskúfað.. En það er nú allt í góðu lagi því þá fer ég bara í líffræði í HÍ (þ.e. ef mér verður hleypt inn, er víst ekki alveg með allar forkröfur..) nú og ef það gengur ekki þá hef ég alltaf geislafræðina sem vara...
nr. 2: Það er búinn að bætast við nýr fjölskyldumeðlimur og þetta er gaurinn, sætur? og ú, eruð þið með einhverjar nafnahugmyndir?