<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d18310621\x26blogName\x3dI+am+the+it+girl\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://longlovelust.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://longlovelust.blogspot.com/\x26vt\x3d5257471162236029623', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

I am the it girl

 

Blogg dagsins

Já, Hvammstangi. Þetta er skondinn staður. Það búa fáir hérna. Það er ódýrt að búa hérna. Og það er kaupfélag hérna! Mér finnst alltaf gaman þegar ég fatta það að ég er farin að bíða spennt eftir föstudögum því þá kemur KANNSKI uppáhaldsbrauðið mitt frá bakaríinu í kaupfélagið, eða þegar ég fer spennt í kaupfélagið á fimmtudögum af því að þá er búðin full af góðgæti fyrir helgina! Og þegar ég fer í búiðina á mánudögum og það er ekkert til út af því að það hefur allt verið rifið úr hillunum á föstudeginum áður. Nú eða ef mig vantar eitthvað á sunnudegi og það er lokað..

Já, þetta fær mig til að hugsa um hvernig þetta var í gamla daga. Ég veit hreinlega ekki hvar ég væri ef árið væri 1907! úff! Í fyrsta lagi þá væri ég sennilega ekki að blogga! Ætli ég myndi ekki búa í torfkofa með 7 öðrum og eyða deginum í að prjóna og stoppa í sokka! Væri sennilega ekki bústýra heldur vinnukona! Svo til hátíðarbrigða þá færi ég á hestbaki á næsta bæ svona einu sinni í mánuði til að hitta hinar vinnukonurnar og spjalla yfir kaffibolla. Yes! spennandi!

Það er ótrúleg þróunin sem hefur orðið síðustu hundrað árin. Fólk færðist úr torfkofum í almennileg hús. Bíllinn í almannaeign, tölvan, sjónvarpið, rafmagn, síminn, útvarpið og allt hitt heila klabbið! Alveg magnað hvað hefur gerst margt á síðustu hundrað árum miðað við hvað gerðist hundrað árin á undan því, og hundrað árin á undan því!

Anyway, þá hef ég ekki gert margt undanfarnar vikur, aðalega búin að vera bara í vinnunni... Skellti mér reyndar á ball í Víðihlíð miðvikudaginn fyrir páska, mátti til með að fara þar sem ég fór síðast á ball í Víðihlíð í október 2005!
Jú svo fór ég í fjallgöngu á föstudaginn langa. Hún gerði föstudaginn langa virkilega langan! Hélt ég ætti ekki afturkvæmt úr fjallinu! Fór semsagt með mömmu og Adda í það sem átti að verða létt þriggja tíma ganga upp á Ásgeirsárhlass en endaði í 6 tíma stífri göngu! Og það er satt sem þeir segja, það er kalt á toppnum!! brrr

Svoooo af því að ég var nú að tala um tækni þá er hérna ein mynd af Berghildi Ösp grallara, tók hana með símanum mínum ;)

Berghildur

Höf Hrafnhildur
Dags föstudagur, apríl 13, 2007
Klukkan 09:01
Skoðanir:
 
 
 
free html hit counters
Dicks Sporting Goods Store
web statistic