Blogg dagsins
Jæja já, þá er ég komin heim..
Ferðin gekk ágætlega, fyrir utan það að ég lenti í smá rifrildi við einhverja kellingu útaf hjólinu mínu... Það á ekki að pirra fólk sem hefur ekkert sofið í sólarhring! :p Amma og Afi voru svo voða elskuleg og komu að sækja mig á flugvöllinn, það var ekki alveg beint pláss fyrir hjólið í bílnum þannig að því var bara skellt á toppinn ;)
Já, ég var svo í Brún í nokkra daga og svo kom ég hingað á Akureyri. Tók köttinn með mér, hún var ekki sátt við að vera troðið í pínulítið búr og gerði sitt besta til að sleppa út. Það tókst þegar við vorum á Sólbakka þannig að við þorbjörg nenntum ekkert að vera að reyna að troða henni inní það aftur, ætluðum að sjá hvort þetta yrði bara ekki allt í lagi. Jæja kötturinn sat bara í fanginu hjá mér, voða róleg, þangað til við vorum alveg að koma að Enniskoti, þá fann ég eitthvað heitt og blautt á lærunum á mér! Kattarófétið semsagt var alveg í spreng og meig á mig!!! Það vildi svo heppilega til að við gátum nú farið í Enniskot þar sem ég fékk að sturta mig og fékk hrein föt. Ég veit ekki alveg hvort Þorbjörgu fannst fyndnara að kötturinn meig á mig eða buxurnar sem Heddý lánaði mér, held hún hefði ekki getað fundið öllu ljótari buxur :p
En jæja við komumst á Akureyri án frekari vandræða.. Er svosem ekkert búin að gera hér nema að slappa af.. Svo er bara aðfangadagur á morgun og svo er stefnan að fara í brún á Jóladag...
jebbs.. Ég sendi engin kort þannig að ég óska bara öllum gleðilegra jóla! Bara passa að borða ekki yfir sig ;)
Bæjó