<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d18310621\x26blogName\x3dI+am+the+it+girl\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://longlovelust.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://longlovelust.blogspot.com/\x26vt\x3d6952030969409828038', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>

I am the it girl

 

Blogg dagsins - ein vika

Já, núna er semsagt bara vika þangað til ég kem heim.. eða vika + nokkrir klukkutímar. Mig hlakkar alveg geðveikt mikið til að fara heim, en á sama tíma þá er ég hálf leið yfir því að þetta sé að verða búið :( Það verður aðeins öðruvísi að hafa ekki allt þetta fólk í kringum sig.. og öðruvísi að þurfa að fara að vinna, í staðin fyrir að vera að gera hitt og þetta skemmtó...
Án þess að ég vilji móðga neinn þá hlakkar mig mest til að hitta kisuna mína... Ég sakna hennar alveg hrikalega mikið, ég vona bara að hún sé ekki búin að gleyma mér!

Við komum frá Austurríki í morgun. Þetta var ágætis ferð, ég gafst upp á brettakennslu eftir 1 dag og breytti í skíði, þar sem ég hafði ekki leigt skíði þá fékk ég auka par sem kennararnir höfðu leigt, skíðin voru fín, stafirnir voru fínir en skórnir voru númer 38! og ég btw nota venjulega 40.. En það reddaðist nú allt, var bara í þunnum sokkum ;) Svo samt tók ég upp á því að þjást af loft- skíða- og veðurhræðslu á degi 2, skemmdi pínkulítið fyrir þegar ég var að skíða niður brekkurnar og þorði ekki einu sinni að beygja :s Svo var brjálað veður á miðvikudeginum, þá sagði ég bara nei takk, sjáumst síðar, ætlaði sko ekki að fara á skíði í því veðri. Það var eins á fimmtudag, ef ekki verra en ég lét mig nú hafa það, tók kláfinn upp og skíðaði svon 2 ferðir en ákvað svo að taka bara kláfinn niður aftur, ég vildi óska þess að ég hefði skíðað, það var svo brjálað rok að kláfurinn var að stoppa öðru hvoru og t.d. þegar ég var á leiðinni niður. Mér stóð líka ekki alveg á sama þegar ég sá að það var enginn að koma með kláfunum sem komu upp! Við vorum semsagt síðasta fólkið í kláfnum áður en honum var lokað í einhvern klukkutíma!! Svo á föstudaginn var lokað allan daginn vegna veðurs..

Annars þá var hótelið fínt, besta sæng sem ég hef nokkurntíma sofið með, langaði helst að hana með mér!! Svo var maturinn líka fínn og barþjónninn hress. Þetta var doldið öðruvísi að vera í svona þorpi þarna í fjöllunum, ég hef aldrei séð jafn brött fjöll!! og það var ekkert sem hét jafnslétta þarna!! Svo er byggingarstíllinn líka mjög spes, eða kannski ekki byggingarstíllinn heldur frekar skreytingarstíllinn. Það var nánast á hvert hús málað eitthvað dúllerí í kringum gluggana eða þá bara heilu málverkin á veggina! Svo sá ég jesú á krossinum á 2 húsun og á einu húsinu var jesúmynd! Mjög spes

Jæja, svo er það semsagt framundan að fara útí skóg á morgun! leggjum af stað klukkan 14:00 á morgun og komum heim á mánudag. Þurfum að vera alein útí skógi yfir nótt... hrikalega spennó (eða þannig...) Og svo er eitthvað skemmtó út vikuna...

En jámm, held það sé bara ekki fleira í bili, nema að jú, ég hef formlega lokið jólagjafakaupum og er við það að komast í jólaskapið ;)

Heyrumst, bæjó

 

for this post

 
Anonymous Nafnlaus Says:

Minns hlakkar ógisslega til að fá þinns heim ;)

 
 
Blogger Helga Hin Says:

Þetta hefur greinilega verið hin besta ferð! Mig langar líka svo mikið til Austurríkis.
Svo segir maður "ÉG hlakka til"!

 
 
Blogger Hrafnhildur Says:

Helga mín, madur má alveg segja Mig hlakkar þegar maður er búin að drekka 4 hvítvínsglös :p hehehe

 
 
Anonymous Nafnlaus Says:

Góða ferð heim!
Ömmusystir!

 

Hvað segir þú?

 
 
free html hit counters
Dicks Sporting Goods Store
web statistic