Blogg dagsins - nú á að standa sig
Jæja já, þá er leik íslendinga og dana lokið, ekki það að mér er nok sama, horfi ekki á handbolta!(er samt búin að horfa á síðustu 5 leiki eða e-ð og var að drepast úr spennu áðan - var komin skuggalega nálægt því að stana uppúr sófanum og öskra! :p)
Það var þorrablót í Víðihlíð um helgina. Ég fór ekki, var þess í stað barnapía og passaði hana Berghildi Ösp frænku mína. Okkur kom vel saman og það er nú ekki vandamálið að passa hana :) Júlíus var svo almennilegur að ég fékk líka að vera með henni á sunnudagsmorguninn, var vakin klukkan 7.39. Við horfðum nú bara smá á teiknimyndir og fengum okkur svo að borða. Svo fórum við í smá sjálfsmyndatöku og er hérna ein mynd af okkur sem var tekin snemma á sunnudagsmorgun.
Já eins og sést þá var sko ekki leiðinlegt hjá okkur :) hehe
Stefnan er tekin á Reykjavík um helgina, þarf helst að reyna að ná í eitthvað af dótinu mínu, gengur ekki að fara að búa og vera ekki með rúmið sitt!! Svo þarf ég að ná í eitt stk ísskáp og hillur... Og svo vantar mig líka lítið eldhúborð, stóla og fataskáp ef einhver er með svoleiðis á lausu ;)
Over and out
Haha, já hvað á það eiginlega að þýða að halda manni svona spenntum!? :p Annars er græni hirðirinn svoldið góður staður að kíkja á fyrir fólk í svona innflutningum ;)
Heitir það ekki GÓÐI hirðirinn??? :p híhí
Hahaha :D Jú, það heitir góði hirðirinn...mér fannst þetta e-ð skrítið en ég fattaði engan vegin hvað var að!!! :p
Flott mynd, mér finnst alltaf svona rauð X á myndum vera eitthvað svo elegant ;P En hey, sé ég þig eitthvað ef þú kemur í bæinn um helgina??????????????
iss þú ert bara með lélega tölvu sunna! ég sé þetta vel hjá mér! en jú það er aldrei að vita nema þú fáir eitthvað að sjá mig ;p