Blogg dagsins
Jú þá er kominn 12 mars og þá er alveg tilvalið að blogga..
Um helgina þá fór ég á Akureyri. Við mamma fórum á skíði á laugardaginn og hvorug okkar datt. Ég er mun betri á skíðum á Akureyri en í Austurríki enda var held ég engin brekka í Hintertux jafn flöt og brekkurnar í Hlíðarfjalli..
Annars er það helst að það flæktist inn kettlingur í kjallaran hjá mútter. Henni tókst að veiða hann eftir nokkra daga og þá kom í ljós pínkulítið og horað grey! Hann er nú í strangri fitun hjá þeim þarna fyrir norðan og fær meðal annars lýsi á hverjum morgni! Kisugreyið er samt hálf hræddur við allt og alla en er þó allur að koma til. Við kisi ákváðum samt að vera bara ágætis vinir og því til sönnunar er hér mynd.
Svo er hérna önnur mynd af Hnoðra
Jább... Svo bara brunaði ég vestur á sunnudaginn.. Tókst samt að vera auli aulanna, skrúfaði niður rúðuna á nissaninum hans afa á leiðnni til að taka mynd. Mundi það svo, mér til mikillar skelfingar, að hún á það til að festast niðri!! - sem hún og gerði. Þetta hefði ekkert verið sérlega aulalegt nema af því að fyrr um daginn hafði ég farið í bílalúgu til að kaupa hamborgara og passaði mig sérstaklega vel á því að skrúfa EKKI niður rúðuna! hehe svona getur maður verið vitlaus!
Hahahahahaha!!!!! Hvað er málið með þig og rúður sem festast niðri?!!!!!
Þessi köttur er greinilega algjör fyrirsæta..
hahaha snillingur :)
Og váá krúttuköttur!
kemur he he;) þetta er bara sætur kisi;)
Lúði hrafnhildur :) hehe
Sætur kötturinn og þetta er mjög lúðalegt, en kemur fyrir alla held ég að gleyma einhverju svona aulalegu :)
En gott að skíðin komu í góða notkunn meðan ég var úti :)
Hæjjj heyrðu ég sendi þér email á krunk@strik.is ertu ekki örugglega med það email ennþá??
neinei hef nú ekki notað það síðan 2003... Varstu að senda mér eitthvað skemmtilegt? - nota bara hotmailið sko..