Blogg kvöldsins - ég ætti að vera löngu farin að sofa!
Jebb.. Ég var að reyna að flytja í dag.. ég er búin að fara með helling af drasli, samt er hellingur eftir hérna en einhverra hluta vegna þá er samt ekkert fleira sem ég get farið með strax! :s Ég er semsagt búin að fara með flest þetta litla (föt, myndir, bækur...) en á eftir að fara með öll húsgögn.. Svo á ég reyndar eiginlega eftir að ákveða hvað ég ætla að hafa með mér í Brún og hvað ekki :s Hvort ég taki svörtu hilluna eða litlu hilluna, hvort ég komi tölvuborðinu fyrir í herberginu og hvað ég eigi þá að gera við tölvuna ef borðið kemst ekki fyrir... Svo er það spurningin hvað ég eigi að gera við ísskápinn, á ég að geyma hann eða selja (vantar þig ísskáp? Góður ísskápur sem ég er til í að selja á góðu verði ;)
úff.. það er alltof mikið vesen að flytja!
Allavega, ég er officially orðin 23... hundgömul alveg hreint! (næstum..) Er búin að fá eitt af óskalistanum síðan í síðasta bloggi ;) Móðir mín var svo elskuleg að hún gaf mér nikon 50mm f1.8 linsu (ég semsagt fann linsuna notaða á netinu og tilkynnti svo mútter hvert hún ætti að sækja hana og hvað hún ætti að taka með sér mikinn pening :p). Annars gerði ég svosem ekki margt í tilefni dagsins, byrjaði jú á að vaska upp.. geri það bara til hátíðabrygða sko... Nú, svo fór ég á hestbak með Sigrúnu, Munda, Rögnu, Ingveldi, Ástu, Óla og Stínu. Það var mjög gaman! Eftir reiðtúrinn var svo boðið uppá vöfflur og með því í Böðvarshólum (ég vissi að ég gæti treyst á að fá afmæliskaffi þar ;) Svo fór ég heim og ætlaði að halda áfram að flytja.. einhverra hluta vegna þá endaði ég uppí rúmmi að horfa á vídjó.. skrítið. Endaði svo kvöldið á að kíkja í smá kökur og snakk hjá Sigrúnu og Sveinbjörgu. Afskaplega fínt.
Í dag er ég svo búin að vera að baka! Við Betty Crocker vinkona mín erum afskaplega góðar saman ;) Það er a.m.k. gott að geta kennt henni um ef kökurnar eru vondar :p
Jebb.. jámm.. Svo eru það bara Noruh Jones tónleikar um næstu helgi.. vei
Að lokum er svo ein mynd úr nýju linsunni.. Fyrirsætan er Berghildur Ösp, tók þessa mynd uppá heiði í gullbrúðkaupspartýinu hjá ömmu og afa (það btw var mjög gaman þar! Mikið stuð á fólki og gaman að geta loksins séð hvernig þetta lýtur út þarna! Mig langar að fara aftur og skoða meira ;)
Adios!