Leiðbeiningar dagsins - svona gerum við þegar við fáum okkur burritos
Í tilefni þess að það var burritos í matinn í vinnunni í dag hef ég ákveðið að setja inn leiðbeiningar um hvernig skal bera sig að þegar slíkur matur er á borðum. Ég hef tekið eftir því að mjög margir eiga í vandræðum með að borða burritos, allt fer út um allt og ekki er þetta þægilegasti maturinn til að borða með hníf og gafli. Grunnreglan er að setja ekki of mikið í kökuna. Margir flaska á þessu atriði og hrúga á kökuna eins og þeir hafi ekki fengið að borða í margar vikur. Mun sniðugra er að fá sér fleiri burrito en hafa minna á þeim. Annað mikilvægt atriði er að brjóta kökuna rétt saman. Meðfylgjandi mynd sínir hvernig best er að haga samanbroti á burrito köku. - athugið að hægt er að smella á myndina til að stækka hana.
Vonandi koma þessar leiðbeiningar einhverjum að góðum notum.
Good one!! Hehehehe.... ;p
Þetta bjargar alveg deginum að læra hvernig eigi að borða burritos. Gott blogg :)
Snilld! Þetta ætti að vera skyldulesning í öllum grunnskólum landsins!