Blogg dagsins - full?? neineinei, ég er BLÁedrú!!
Jæja, núna er semsagt velkom festival, hér eru allir blindfullir og á balli í skólanum (snilld að hafa böllin bara hér!) Bjórinn er ódýr, flaskan kostar 120kr ísl og breezer 240 kr ísl. (sem er nottlega ekkert verð miðað við að þetta er á barnum!). 40 km sem ég var að tala um í fyrrdag urðu 70 km!! Við semsagt hjóluðum 50 km í gær og svo ca. 20 í dag! Við sváfum í einhverju kofaskrifli í nótt, ég var ekki einu sinni með dýnu þannig að ég svaf nánast ekkert! Nokkrir gaurar fóru og keyptu bjór, keyptu 4 kassa! Ég drakk tæpan líter af bjór og ég var verulega mikið full!! Enda þreytt eftir allt ferðalagið! En já, ég kom semsagt hingað upp til að ná í pening fyrir breezer, og til að komast í smá kulda, það er svo viðbjóðslega heitt þarna inni að ég er rennandi blaut af svita!!! (ekki mjög gott!) Á morgun er svo planið að fara nid i byen! Fórum þangað í dag og þetta virkar mjög skemmtilegur miðbær! Mig bráðnauðsynlega vantar skó og svo fleiri boli, örugglega hægt að kaupa það í miðbænum!!
En já ég er farin aftur út til fyllibyttnana!! Þannig að ég segi bara SKÅL! ;)
Skál á móti, er á næturvakt og öfunda ykkur á að vera á djamminu þarna.
kv Þorbjörg
Skál á móti líka, :) ég er á engri vakt. bullum sull