Blogg dagsins - Íslenska mafían
Já þar höfum við það, Íslendingarnir komnir með viðurnefni, Íslenska mafían (ekki slæmt :p)
Ég er búin að gera heilan helling í dag, það var semsagt friluftsliv dagur, byrjuðum á því að skella okkur í klifur, það er klifurturn hérna rétt hjá og við klifruðum á honum, það er tricky að klifra en ég held samt að það sé auðveldara en maður ímyndar sér, og það er mjög gaman! ;)
Að klifrinu loknum hjóluðum við svo aftur í skólan og svo niður að sjó, þar máttum við troða okkur í blautbúninga og svona blautbúningaskó (og það er sko ekkert grín að troða sér í þetta!) og svo fórum við í pörum útá sjó með 1 stk kajak og vorum að æfa okkur að velta og hoppa uppá, mjög sniðugt allt. Dóra (ein úr íslensku mafíunni) var með mér í pari og hún er algjör hrakfallabálkur, tókst að reka hausinn 2svar í kajakinn og er með svaka flotta kúlu á enninu. Hún bætti svo um betur á leiðinni heim og flaug af hjólinu sínu og fékk skrámu á hökuna og hendurnar! Algjör snillingur! :p
Á morgun verð ég svo í tennis allan daginn, fróðlegt að vita hvernig það gengur! Svo er ég að hugsa um að skella mér í bæinn vegna þess að við vorum svo seint á ferðinni á laugardaginn að ég gat ekki keypt mér neitt sem mig vantaði! (tókst samt reyndar að kaupa mér hettupeysu :p)
En jámms, that's it folks
Úff, þetta er allt of mikil hreyfing sem þú ert í þarna! ;P