<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d18310621\x26blogName\x3dI+am+the+it+girl\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://longlovelust.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://longlovelust.blogspot.com/\x26vt\x3d6952030969409828038', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

I am the it girl

 

Blogg dagsins - Hjólaferð

Jæja já, þá er hjólaferðin bara búin! Ég hefði alls ekki þurft að hafa neinar áhyggjur af þessari ferð vegna þess að hún endaði með því að vera miklu miklu miklu skemtilegri en ég nokkurntíma ímyndaði mér! Semsagt alveg frábær ferð frá A-Ö!

Við hjóluðum í heildina tæplega 420km sem er ekki slæmt og gerðum svo fullt annað líka!

Hér er það helsta:

Sunnudagur:
Vakanði klukkan 6.30, lögðum af stað úr skólanum klukkan 8. Hjóluðum rúma 60 km til Grenaa (eða Greena) þar sem við tókum ferjuna yfir til Varberg sem er einhverjum 70 km fyrir sunnan Gautaborg. Tókum ekki langt stopp þar, bara smá pásu til að laga dekkið á hjólinu mínu sem sprakk! (ATH það var nýtt gat! ekki það sem ég hafði gert við..) Svo hjóluðum við ca 30 km þangað til við vorum komin í einhvern skóg og þar slógum við upp tjöldum (eða bjúökum eins og þetta er víst kallað) og fórum að sofa.

Mánudagur:
Margt gert á mánudegi. Við klifruðum upp klettavegg, sigum niður klettavegginn og fórum í hellakönnun. Síðan hjóluðum við á næsta áfangastað.

Þriðjudagur:
Byrjuðum á því að fara í stauraklifur! Það voru 3 staurar á staðnum, einn 15 metrar, einn 10 metrar og einn sem var ca 12. Maður gat valið hvort maður klifraði 15 metra staurinn eða 10 metra. Ef maður valdi samt þann minni þá þurfti maður að klifra upp þann stóra, sveifla sér yfir á þann litla, klifra upp á topp á honum, sveifla sér svo yfir á þann 12 metra og þaðan yfir á stóra og klifra svo niður! Ég ætlaði sko EKKI að fara að klifra eitthvað eeeen lét mig svo hafa það og ákvað að skella mér á þann litla. Var heillengi að klifra upp, lenti á einum stað þar sem ég ætlaði alls ekki að komast upp! rann alltaf niður! eeen svo tókst það á endanum. Þegar ég var svo að fara að standa upp á helv. staurnum þá var VESPA að sveima í kringum hausinn á mér (þær eiga að vera í dvala á þessum tíma árs!) og á tímapunkti þá var hún actually inní hjálmun!! Sem betur fer fór hún samt á endanum og ég gat staðið upp!
Eftir klifrið fórum við svo í kanóferð. Það var voða rólegt og kózý og veðrið spillti ekki fyrir, alveg frábært! Á leiðinni til baka tókum við Ingveldur svo létta söngsyrpu þannig að það var stuð hjá okkur! :)

Miðvikudagur:
Hjóluðum rúmlega 80 km! Semsagt á næsta áfangastað. Vorum komin þangað fyrir myrkur þannig að það var lítið mál að slá upp bjúökum og koma sér fyrir. Svo fór reyndar að rigna þannig að það voru allir farnir að sofa um 9 leytið.

Fimmtudagur:
River Rafting! Djö brjálæði!! Þetta var ekki langur kafli af ánni, bara einhverjir 100 metrar þannig að þetta var þannig að 2 og 2 voru saman með einn míní gúmmíbát, svo var siglt niður, hlaupið upp og siglt niður aftur! Ég fór fyrstu ferðina með stelpu sem heitir Maja, hún er mjög lítil og nett og okkur tókst að hafa ENGA stjórn á helv bátnum! og við veltum í fyrstu "flúðunum"! Þannig að sú ferð var farin án báts! Í næstu ferð fór ég með Andreas sem var einn af "hjálparfólkinu" sem var með í þessari ferð. Ég datt næstum úr bátnum 2svar, drakk slatta af vatninu eeen við komumst alla leið án þess að velta, reyndar var báturinn fullur af vatni, en ég meina, hann var þá allavega á réttum kjöl! Svo fórum við saman aðra ferð og þá tókst mér að velta okkur þegar við vorum alveg neðst, setti óvart hendurnar upp í staðin fyrir að beygja mig niður og datt því afturábak á Andreas og við veltum bátnum... Ég var frekar mjög lengi í kafi þá og það var nú pínkulítið scary.. en samt bara gaman svona eftir á :)
Jæja, eftir þetta brjálæði hjóluðum við 90 km! Okkur tókst að hjóla þetta allt á 6 tímum og hluta af tímanum var rigning og myrkur. Það voru samt allir ákveðnir í að komast alla leiðina til Varberg og þess vegna var bara stemming í hópnum. Í hvert skipti sem við hjóluðum framhjá skilti þar sem stóð hvað langt væri eftir þá dingluðu allir bjöllunum á hjólunum og hrópuðu af gleði :) Við vorum ekki komin fyrr en klukkan 11 á áfangastað og þá var farið í það að tjalda. Rikke snillingur hefur greinilega eitthvað thing fyrir minigolfvöllum því að við tjölduðum við einn svoleiðis! (Tjölduðum líka við svoleiðis í kajakferðinni).

Föstudagur:
Tókum ferjuna klukkan 9. Hjóluðum svo 50 km í hús (eða óðalsgarð eins og þau vilja kalla þetta) sem skólinn á. Þar áttu við mjög huggulegt kvöld. Elduðum öll saman og svo var spilað og spjallað. Rosa kózý.

Laugardagur:
Fengum að sofa út! Alveg til klukkan hálf 9 held ég! Svo var bara pakkað saman og hjólað 50 km til Århus. Það var svaka stemming í hópnum og bjölluhljómurinn hefur örugglega ómað um alla Århus í hvert skipti sem við sáum skilti :p hehe

En já, hápunktarnir í þessari ferð, held það hafi verið þegar við hjóluðum 90 km og svo þegar við vorum á óðalsgarðinum..

Og að lokum, hrós dagsins. Hrós dagsins fá allir sem voru í hjólaferðinni fyrir að vera jákvæðir og í góðu skapi allan tíman! Frábær hópur :)

 

for this post

 
Anonymous Nafnlaus Says:

Þetta hefur verið frábær ferð hjá ykkur, gaman að skoða myndirnar :-)

 
 
Blogger Hrafnhildur Says:

já tad var samt smá problem med myndir, vantar alveg ca 200 í vidbót... tær koma inn í dag ;)

 
 
Blogger Hrafnhildur Says:

Jæja, allar minar myndir eru komnar inn og næstum tvi allar sem ég fékk hjá sigrídi og ingveldi... restin af teim kemur fljótlega

 
 
Blogger Hrafnhildur Says:

Jæja, þá eru allar 300 myndirnar komnar á netið. http://picasaweb.google.com/krunka Eitt albúm með myndum sem ég tók og annað með myndum frá Sigríði og Ingveldi :)

 
 
Anonymous Nafnlaus Says:

verð að skoða þetta, búinn að skoða fyrri helminginn, verð að skoða seinni núna.

En það hefur greinilega verið gaman hjá ykkur.

kv Þorbjörg

 
 
Anonymous Nafnlaus Says:

Úff, ég hefði sennilega dáið úr þreytu á fyrstu 3 kílómetrunum ;p En flott að þetta var góð ferð hjá þér!

 
 
Anonymous Nafnlaus Says:

frábært að það var svona gaman...

 

Hvað segir þú?

 
 
free html hit counters
Dicks Sporting Goods Store
web statistic