Blogg dagsins
Já, mér varð það á að vera úti á stuttermabol í sólinni á Egilsstöðum á laugardag! Afraksturinn varð hin fínasta bænda"brúnka" - ekkert sérlega töff!
Svo náði ég í sæta kisan okkar. Hann hefur hlotið nafnið Skuggi. Þetta er afspyrnu spes köttur. Hann var sko ekki vitund hræddur þegar við komum í Brún, fannst þetta bara rosalega spennandi og skoðaði og þefaði út um allt! Svo var hann stilltur og prúður og svaf við hliðina á mér í alla nótt, ýmist á teppinu sínu eða í hárinu á mér (sumsé á koddanum og helst grafinn inní hárið). Svo var hann voða svekktur að fá ekki að fara með mér í sturtu í morgun :P Ætli hann sé ekki að nudda sér uppvið lappirnar á ömmu núna og malar og malar :p
Sunna kom í heimsókn til mútter og Adda á laugardagskvöldið og okkur tókst að pranga inná hana einu stykki af kettling. Hún fékk sumsé þann gráa og fór með hann heim til sín í flugi í gær. Sá hefur hlotið nafnið Bjartur - við btw vorum ekki að tala okkur saman þegar við völdum nöfnin :p
Þar sem ég á enga mynd af Skugga í tölvunni þá set ég bara eina mynd af Bjarti
edit. nýjust nýjustu fréttirnar eru þær að HÍ ákvað að ég fengi að stúdera hjá þeim líffræði í vetur. :) Nú er það því spennandi að sjá hvernig ég fíla það ;)
Flott bændabrúnkan maður :) þú verður að drífa þig í að mynda Skugga og setja inn
kv mútt..
Hlakka til að sjá Jörgen Jörgensen!