Blogg kvöldsins - einn, tveir og elda!
já, þegar maður er einn heima þarf maður víst að sjá um að elda! Maturinn í kvöld var ekki af verri endanum en það var alveg hrikalega einfalt að elda hann! Hér kemur uppskrift kvöldsins:
Beikonkjúlli með timjan-kartöflum og grænmeti
Hráefni
Kjúklingabringur
Beikon
Frosið blandað grænmeti
Kartöflur
Timjan
Salt
Pipar
Ólífuolía
Fyrst er kjúklingurinn skorinn langsum í ca 3 lengjur. Síðan er honum velt uppúr örlítilli olíu, kryddaður með salti og svörtum pipar og að lokum er beikoni vafið utan um. Þetta er svo bakað í eldföstu móti við 250°C í ca 20mínútur (+/- 5..)
Kartöflurnar eru skornar í báta. Þær eru svo settar í pott sem er með botnfylli af olíu og örlitlu vatni. Útá þetta er svo stráð grófu salti (magn fer eftir smekk..) og slatta af timjani. Látið malla í nokkrar mínútur. Það er gott að elda þær ekki alveg í gegn heldur taka pottinn af hellunni þegar þær eru að verða gegnsoðnar og láta bíða í 5mín í pottinum áður en þær eru bornar fram.
Grænmetið er svo mjög einfalt, látið í pott með vatni og smá salti og suðan látin koma upp. Síðan er það sigtað og sett á disk ;) Gott að setja örlitla smjörklípu ofaná :)
og svo er bara að borða! Svona ætti þetta ca að líta út ;)
Bon apetit!
Jiii, hvað þetta lítur girnilega út....