Blogg dagsins - nauðsynjar?
Þeir sem þekkja mig vita eflaust að mér finnst pizzur gríðargóður matur og gæti sennilega lifað á svoleiðis alla daga. Pizzur og pizzur eru nefnilega ekki það sama og geta verið mjög fjölbreytt fæða, það er hægt að búa þær til sjálfur frá grunni, kaupa frosnar útlenskar nú eða kaupa tilbúinnbotn og raða svo á hann góðgæti eftir eigin smekk. Eitt eiga þó allar þessar pizzur sameiginlegt og það er að það þarf að baka þær í ofni! Nú er svo komið að gríðarfína íbúðin okkar Ástu er ekki búin slíkum munaði og því er okkur lífsins ómögulegt að baka pizzur (nema með því að fara einhvert í heimsókn). Ég fór því að skoða svona gríðartæknilega pizzaofna á netinu og nú er það mín spurning til ykkar, er þetta peningasóun? Einhverjar tegundir sem þið mælið með frekar en aðrar? Einhver góð ráð?
Þetta hlýtur að vera NAUÐSYNJA tæki fyrir ykkur Ástu og alls engin peningasóun - miklu ódýrara að baka þetta sjálfur - kv Ása
Sammála Ásu.
alls ekki peningasóun. sérstaklega ekki fyrir þig. hlakka svo til að fá boð í pizzu.. heimabakaða.. ;)
kv
Sigga