<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d18310621\x26blogName\x3dI+am+the+it+girl\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://longlovelust.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://longlovelust.blogspot.com/\x26vt\x3d6952030969409828038', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

I am the it girl

 

Blogg dagins - hrakfallasögur úr sveitinni

Já, það er margsannað að ég er snillingur! Sannaðist eina ferðina enn í morgun.

Þannig er að til að fara inní sparisjóðinn fer maður fyrst innum eina hurð sem er ólæst yfir daginn en svo í gegnum aðra sem er alltaf læst. Í morgun vildi það svo til að Halldór var rétt á undan mér inn en samt það mikið á undan mér að hann hefði alveg mátt bíða og halda innri hurðinni opinni. Hann gerði það að sjálfsögðu ekki en ég sá mér leik á borði og ætlaði að hlaupa til að ég myndi nú ná að komast innfyrir áður en hurðin skelltist í lás!

Ég gleymdi aðeins að reikna með því að steinflísarnar eru gríðarlega vel skúraðar og að skórnir mínir voru blautir að neðan...

Það fór því svo að ég, með tilþrifum, flaug á rassinn/bakið/hausinn!! Hugsanir mínar í fallinu voru á þessa leið

"VÓÓ shiiiit!"
"Djöfullinn, og ég sem tók ekki forfallatryggingu á flugið"
"skyldi visa tryggingin covera forfallatrygginu"

Svo lá ég flöt á gólfinu í dyragættinni! náði nú það langt inn samt að hurðin lokaðist ekki! Dóri auðvitað snéri sér við og horfði á mig þarna liggjandi á gólfinu! Hans viðbrögð voru "Hvað ertu eiginlega að gera þarna?? ætlarðu ekki að standa upp??" ég gat engu öðru svarað en að ég væri ekki búin að ákveða það :p

En þar sem botninn er vel fóðraður þá reddaðist þetta nú allt, er að vísu frekar blá en það grær áður en ég gifti mig ;)

 

for this post

 
Blogger Mundi Says:

Ja, ég segi það helst að það má teljast mildi að þú skyldir til að byrja með sleppa ómeidd frá því að fara innum eina hurð og svo gegnum aðra. Af hverju ferðu ekki bara innum og gegnum dyr eins og annað fólk?

Bið annars að heilsa Jörgen Jörgensen!

 
 
Anonymous Nafnlaus Says:

Þetta var bara fyndið, auðvitað spyr Dóri ekki hvort að þú hafir nokkuð slasast.... þetta er Dóri, múhahahaha. Ég hefði pottþétt athugað hvort að það væri ekki allt í lagi með þig áður en ég hefði farið að hlæja

 
 
Blogger Helga Hin Says:

Hahahahahahahahaha.....

 
 
Anonymous Nafnlaus Says:

heheh ég hugsa að ég hefði byrjað á því að fá nett sjokk en svo riðað niður úr hlátri.

 

Hvað segir þú?

 
 
free html hit counters
Dicks Sporting Goods Store
web statistic