Mynd dagsins - bootcamp
Staður: Kópavogur
Stund: 08.apríl 2006
Jæja ég fór í Bootcamp í morgun, og svona til að gefa ykkur smá hugmynd um hvað var gert þá ákvað ég að smella af einni mynd af því sem var notast við í æfingum í morgun. Við semsagt fengum að hlaupa upp þessar tröppur (sjást ekki allar á myndinni, eru 207 talsins. Já og þetta sést allt betur ef myndin er stækkuð með því að smella á hana ;). Og að sjálfsögðu var ekki nóg að hlaupa þær upp einu sinni, við hlupum upp og niður aðra leið og svo upp og niður tröppurnar í áföngum, aðeins upp, niður aftur, lengra upp, niður aftur, lengra upp, niður aftur og svo alla leið upp og niður aftur. Hörkupúl í gangi! en mjög gaman ;) Já og æfingin var bara hálfnuð þegar við vorum búin með þetta, tókum nokkra spretti og jumpy jacks og armbeygjur og svona að þessu loknu ;)
fyrir áhugasama þá fór ég aftur í tröppurnar í gær, er búin að setja mér það markmið að komast eina ferð upp og niður án þess að stoppa neitt, ætli markmiðið verði svo ekki tvær ferðir þegar þessu er náð ;)
Úff... ég fékk harðsperrur bara af því að HORFA á þessar tröppur!!
helt þú værir að fara í skátana hehehe