Blogg dagsins - mér er hér með illa við vespur!
Já helvítis vespurnar (eða geitungarnir eða hvað sem þið viljið kalla þetta), þær eru allaveg EKKI vinir mínir lengur!! Helvítis fíflin eru víst bara drinking and flying hérna, eru kolvitlausar af öllum gerjuðu ávöxtunum og eru út um allt og innum allt! Og eitt fíflið stakk mig í dag! Undir hendina! Djöfull sem það er vont!!
Annars þá var svakastuð í morgun, fór á kajak í nýja gríðarlega flotta blautbúningnum sem ég er með í láni út önnina. Það var æðislegt veður og alveg frábært að skella sér á sjóinn! Eftir hádegi fór ég svo í golf, og ég er búin að komast að því að það er leiðinlegt! Ekki bara vegna þess að það eru margar vespur þarna heldur vegna þess að ég sökka feitast í því! Er að því tilefni að hugsa um að skipta og fara frekar í go'stil og læra hvernig á að vera svaðaleg pæja! :p
En allavega þá er ég líka farin að læra á gítar, fyrsti tíminn í dag og þar sem ég var svo gríðarlega góð þá fékk ég gítar númer 1! og þurfti ekki að hanga með algjöru byrjendunum :p hehe Það verður fínt að kunna á gítar, þá get ég kannski spilað bara sjálf undir þegar ég tek upp lagið sem ég þarf að semja í song and songwriting tímunum sem ég er í (jább, þarf að semja lag og svo hljóðrita það á cd! :)
En allavega, til fróðleiks þá á ég afmæli á MORGUN! ætlast til að fá fullt af sms-um og svona ;) (í danska númerið offkors! :p)
en jæja, ætla að horfa á clueless, bæ folks
Ég ætlast til þess að þú semjir lag um mig og hvað ég er nú dásamleg og yndisleg og góð manneskja!! ;P
Til lukku með daginn:) Hafðu það gott..
Til hamingju með afmælið skvízípæ :)
Til hamingju með daginn snúlla...
Til hamingju með daginn, ekki láta stinga þig aftur :)
kv Þorbjörg og Hákon
ég næ svona rétt fyrir miðnætti (á íslenskum tíma) til hamingju með afmælið