Blogg dagsins - meira ruglið
Mig dreymir undarlega á nóttunni! Ekki að það sé eitthvað nýtt en þetta er nú mis mikið rugl. Síðustu 2 nætur hef ég verið roooosalega upptekin við að versla og hitta gamla skólafélaga!
Í fyrrinótt var ég í kaupfélaginu á Hvammstanga að versla fyrir einhverja veislu. Ég átti að kaupa ís og meðfylgjandi. Ég skoðaði og skoðaði og spáði og spekúleraði og velti mikið fyrir mér hvernig ís ég ætti að kaupa. Á meðan þessu stóð hitti ég allar stelpurnar sem voru mér í grunnskóla. Við fórum að spjalla og voða gaman og svo sá ég að ein þeirra var með barn með sér sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til! Drengurinn var ca 5 ára og með mjög rautt hár, komst svo að því að það vissi enginn af hinum stelpunum (nema auðvitað móðirinn) að hann hefði komið í heiminn þarna ca 5 árum fyrr. En allavega ég kippti mér nú ekkert uppvið þetta og hélt áfram að kaupa ís, var samt ekki sátt við kaupfélagið þegar það ætlaði að rukka mig um 4.756kr fyrir 1 og hálfan líter af vanilluís á meðan 1 og hálfur líter af súkkulaðiís kostaði ekki nema 1.890...
Nú svo í nótt þá var ég í partýi og þar voru m.a. stelpurnar sem voru með mér í danmörku! Við vorum sumsé með hitting og ætluðum að elda og hafa gaman. Ég var svo send í búðina til að kaupa efni í piparsósu og einhverja aðra sósu. Verst að það tróð sér heil rúta af fólki með í verslunarferðina en hún gekk þó furðulega fljótt fyrir sig. Ég hafði miklar áhyggjur af því að vera alltof lengi af því að kjötið og kartöflurnar voru komnar inní ofn! Að vísu var ekkert til í búðinni þannig að ég endaði með hálfan piparost til að búa til piparsósu úr og svo duft fyrir hina sósuna sem ég ætlaði að blanda útí súrmjólk!
Allavega, svo var ég komin aftur í partýið - sem einhverra undarlegra hluta vegna var í enniskoti - og þar sá ég mér til mikillar undrunar barn sem var rúmlega 1 og hálfs árs. Ég skyldi ekkert í því hver ætti þetta barn en komst svo að því að ein af þeim sem voru með mér úti átti það. Ég fór þá að reikna og komst að því að hún hafði eignast barnið úti í danmörku og tekist að fela það fyrir öllum! Svo sagðist hún ekki einu sinni hafa vitað að hún hefði verið ólétt.. Ég vaknaði svo þegar ég var að reyna að fá skýringar á því hvernig henni hefði tekist að halda þessu leyndu frá því að hún átti það og þar til við fórum heim :p
Já, undarlegar undarlegar draumfarir!
Ákaflega skemmtilegar draumfarir, og einkenilegt hvernig svona atriði eins og verðið á ísunum situr eftir:)
Hei, áttu myndir frá ölskyldumóti til að setja inn einhversstaðar? (Þorbjörg Helga spyr um það á síðunni hennar Siiggu Hörpu)
Nei heyrðu ég tók ekki eina einustu mynd! því miður
ahahhah hefði verið áhugavert að vita hvernig súrmjólkur/duft sósan hefði smakkast...
myndir.. held að Hjalti og Kristín hafi tekið einhverjar.. ég tékka.