Íþrótt dagsins - kajakpóló
Já allt er nú til! Prufaði kajakpóló á mánudaginn í friluftslivinu! Þetta er nú alveg hörkuskemmtileg íþrótt en það er annsi mikil harka í henni þegar fólk er orðið vant. Maður er semsagt á kajökum sem eru frekar litlir og það er auðvelt að snúa þeim og líka auðvelt að velta þeim. Það spila 5 í hvoru liði og er spilað með bolta með það að markmiðið að skora í markið hjá hinum. Það má nokkurnvegin gera allt, ýta eða reyna að velta hinum eða sigla á þá! :p hehe Það kunni þetta nottlega enginn þannig að þetta var nú bara frekar easy hjá okkur, ég er samt að hugsa um að prufa að skella mér á æfingu hjá kvennaliðinu sem æfir þetta hérna ;) Verður æft í sjónum þangað til í september/október og svo verður æft í sundlauginni sem er hérna í skólanum. Gaman að prufa eitthvað nýtt ;)
Hérna er ein mynd sem ég tók á mánudaginn
Og svo var ég víst búin að lofa mynd af mér í svakalega flotta blautbúningnum mínum ;p
Og já, fyrir Sunnu, af því að hana hlakkar svo mikið til þá má nefna það að í dag eru 5 vikur og 1 dagur þangað til hún ætlar að koma í heimsókn ;p
Hehehehe!!!!! Ég er sko að missa mig úr spenningi!!! Meira að segja búin að biðja Valla að skipta við mig um helgi og alles! Honum fannst þetta að vísu sooooldið langur fyrirvari ;P